Velkominn á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar. Hér er að finna upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu ásamt möguleikum til útivistar og afþreyingar. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs eftir aldurshópum og helstu þéttbýliskjörnum.
Rafíþróttir sumar 2022
Þeir sem koma nýjir inn erum við að kenna haldgóðar teygjur og förum yfir góðar venjur í kringum tölvurnar ásamt reglum sem þarf að fylgja í tölvurýminu (góð umgengni við tölvubúnað). Þeim er kennt að búa sér til aðgang fyrir þá leiki sem verður prófað. Farið er í fjölbreytt úrval leikja þar sem iðkenndur eru kynntir fyrir mismunandi leikjum og fyrir því hvernig spilað sé saman (Liðsheild og tilgangur hennar).

Sköpunar- og hugleiðslunámskeið
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að skapa innri vellíðan með skemmtilegri og fjölbreyttri sköpun (þar sem leitað verður í náttúruna) og notalegum hugleiðsluæfingum. Að auki fær hver og einn þátttakandi námskeiðsins yndislegu barnahugleiðslubókina Kristalsfjallið að gjöf.

Sköpunar- og hugleiðslunámskeið
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að skapa innri vellíðan með skemmtilegri og fjölbreyttri sköpun (þar sem leitað verður í náttúruna) og notalegum hugleiðsluæfingum. Að auki fær hver og einn þátttakandi námskeiðsins yndislegu barnahugleiðslubókina Kristalsfjallið að gjöf.

Sumarnámskeið GobbiGobb
Hestar skipa stóran sess í lífinu á bænum og við munum vinna mikið með þá, það þarf að gefa þeim, kemba þeim og greiða, og þeir sem vilja mega fara á bak. Fjaran er líka stór partur af námskeiðinu og það er mjög vinsælt að fara niður í fjöru að veiða hornsíli eða vaða. Auk þess þá förum við í allskonar leiki og gerum eitt og annað skemmtilegt

Bókasafn Árborgar Selfossi - Sumarlestur 2022
Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 3. – 5. bekk.
Markmið sumarlestrar er að viðhalda lestrarhæfni og kynna ævintýraheim bóka fyrir börnum. Í sumar er þemað Tinni og aðrar teiknihetjur.
Í sumar er þemað Tinni og aðrar teiknihetjur.

Golfleikjanámskeið sumar 2022
Markmið golfleikjanámskeiðanna er að kynna golfíþróttina fyrir börnum og ýta undir áhuga þeirra á þvi að leggja stund á þessa göfugu íþrótt. Farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum í upphafshögg og eru leiðbeiningar gjarnan í formi ýmiskonar golfleikja

Sumar 2022- Dansakademían
13-15 ára framhalds- og nýnemar (ungmenni fædd 2007-2009). Sumarnámskeið fyrir ungmenni á aldrinum 13-15 ára þar sem allir eru velkomnir sama hvort þeir hafi æft dans áður eða ekki! Í jazzballetttímum er dansgleði og skemmtun í fyrirrúmi ásamt ríkri áherslu á jazzballett tækni. Við æfum í hvetjandi andrúmslofti þar sem hverjum og einum er ýtt áfram í formi hvatningar.

Sumar 2022- Dansakademían
10-12 ára framhalds- og nýnemar (börn fædd 2010-2012). Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 10-12 ára þar sem allir eru velkomnir sama hvort þeir hafi æft dans áður eða ekki! Í jazzballetttímum er dansgleði og skemmtun í fyrirrúmi ásamt ríkri áherslu á jazzballett tækni. Við æfum í hvetjandi andrúmslofti þar sem hverjum og einum er ýtt áfram í formi hvatningar.

Sumar 2022- Dansakademían
7-9 ára framhalds- og nýnemar (börn fædd 2013-2015). Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7-9 ára þar sem allir eru velkomnir sama hvort þeir hafi æft dans áður eða ekki! Í jazzballetttímum er dansgleði og skemmtun í fyrirrúmi ásamt ríkri áherslu á jazzballett tækni. Við lærum að vera partur hóp, hvetjum hvort annað áfram og sköpum trausta liðsheild

Sumar 2022- Dansakademían
5-6 ára framhalds- og nýnemar (börn fædd 2016-2017). Blandað sumarnámskeið fyrir börn sem hafa stundað dans og fyrir þá sem vilja prófa dans. Í tímunum er lögð áhersla á dansgleði og skemmtun. Við örvum skilningarvitin með litum, takti, leik og notum ímyndunaraflið til að kanna hreyfingarnar okkar

Sumar 2022- Dansakademían
4-5 ára nýnemar (börn fædd 2017-2018). Stutt námskeið fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í danssalnum, tilvalið fyrir þau börn sem vilja prófa nýja hreyfingu. Í tímunum fyrir börn á aldrinum 3-5 ára er lögð áhersla á dansgleði og skemmtun. Við örvum skilningarvitin með litum, takti, leik og notum ímyndunaraflið til að kanna hreyfingarnar okkar.

Sumar 2022-Dansakademían
3 ára með foreldrum (börn fædd 2019). Stutt námskeið fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í danssalnum. Í tímunum fyrir börn á aldrinum 3-5 ára er lögð áhersla á dansgleði og skemmtun. Við örvum skilningarvitin með litum, takti, leik og notum ímyndunaraflið til að kanna hreyfingarnar okkar.

Myndlistarnámskeið fyrir 13-16 ára
Myndlistarnámskeið fyrir 13-16 ára.
Á námskeiðinu er unnið með fjölbreyttar aðferðir í teikningu, málun, grafík og blandaðri tækni.
Lögð er áhersla á grunnatriði sjónlista í teikningu, myndbyggingu, litafræði og blandaðri tækni auk þrykk aðferða. Þátttakendur fá tækifæri á að dýpka þekkingu sína og færni í myndlist. Námskeiðið hentar öllum ungmennum á aldrinum 13-16 ára sem hafa áhuga á myndlist eða vilja prófa eitthvað nýtt.

Hestaíþróttir Sleipnis
Í vetur mun Sleipnir starfrækja félagshesthús þar sem börnum og unglingum á aldrinum 12-16 ára býðst að stunda hestamennsku undir öruggri leiðsögn menntaðra reiðkennara frá Hólaskóla.
Félagshesthúsið veitir þannig börnum og unglingum sem ekki hafa aðgang að hestum, tækifæri til þess að kynnast og stunda hestaíþróttir.

Júdóæfingar hjá Umf. Selfoss veturinn 2021-2022
Skráning er hafin fyrir júdóæfingar veturinn 2021-2022. Júdó Selfoss er með kennslu fyrir bæði kynin og alla aldurshópa. Krökkum er velkomið að koma og prófa frítt í tvær vikur. Æfingar fara fram í júdósalnum á móti sundlauginni. Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust.
Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á judoselfoss@gmail.com

Fjölskyldan á fjallið
Fjölskyldan á fjallið
Fjölskyldan á fjallið er nýtt verkefni í sveitarfélaginu Árborg sem unnið er í samvinnu við Heilsueflandi samfélag og ferðafélag barnanna. Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar, upplifa fallegu náttúruna okkar og skapa eftirminnilegar minningar saman.

Ferðafélag barnanna á Suðurlandi
Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2019 af Díönu Gestsdóttur í samstarfi við Ferðafélag Árnesinga og tilheyra bæði félögin undir Ferðafélag Íslands.
Marmkið ferðafélagsins er að hvetja börn og fjölskyldur til útivistar, upplifa okkar fallegu náttúru og skapa dýrmætar minningar saman.