Velkominn á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar. Hér er að finna upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu ásamt möguleikum til útivistar og afþreyingar. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs eftir aldurshópum og helstu þéttbýliskjörnum.

Sumarsmiðjur Zelsiuz 2023
Félagsmiðstöðin Zelsíuz stendur fyrir sumarsmiðjum fyrir börn fædd 2010-2012 (5.-7. bekkur). Sumarsmiðjurnar hefjast mánudaginn 12. júní og eru til 14. júlí í húsnæði Sunnulækjarskóla. Boðið verður uppá fjölbreyttar smiðjur eins og skartgripagerð, matreiðslugerð, ævintýraferðir, ýmsar leikjasmiðjur og margt fleira.

SELFOSS-KARFA- Sumarnámskeið 2023
SELFOSS-KARFA heldur fjögur sumarnámskeið í körfuknattleik sumarið 2023. Námskeiðin eru fyrir öll börn sem fædd eru 2017-2010. Öll námskeið munu fara fram í íþróttahúsinu við Vallaskóla.
Í boði verða námskeið fyrir börn fædd 2017-2015 og eru þau frá kl. 9:00-12:00. Áhersla er lögð á að læra körfubolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar. Öll námskeiðin hjá þessum hópi enda með óvæntum glaðningi.

Sveitanámskeið GobbiGobb
Sveitanámskeið GobbiGobb er fyrir krakka á aldrinum 6- 14 ára.
Á námskeiðinu er margt skemmtilegt brallað. Við njótum alls þess besta sem sveitin hefur upp á að bjóða. Á hverjum degi vinnum við eitthvað með hesta. Auk þess förum við niður í fjöru, vöðum og veiðum hornsíli, kynnumst litlum sætum hænuungum og förum í allskonar skemmtilega leiki. Síðasta daginn förum við í ratleik og grillum sykurpúða.

D&D sumarnámskeið - Dedication Dragons!
D&D sumarnámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á ævintýrum, þrautum og samvinnu. Þátttakendur spila með öðrum ævintýramönnum í töfrandi ferð fulla af áskorunum, skrímslum og spennandi verkefnum. Í námskeiðinu munu þátttakendur læra að búa til persónur í D&D, hvernig á að spila og vinna saman í hóp.

Hestaíþróttir Sleipnis
Í vetur mun Sleipnir starfrækja félagshesthús þar sem börnum og unglingum á aldrinum 12-16 ára býðst að stunda hestamennsku undir öruggri leiðsögn menntaðra reiðkennara frá Hólaskóla.
Félagshesthúsið veitir þannig börnum og unglingum sem ekki hafa aðgang að hestum, tækifæri til þess að kynnast og stunda hestaíþróttir.

Júdóæfingar hjá Umf. Selfoss veturinn 2021-2022
Skráning er hafin fyrir júdóæfingar veturinn 2021-2022. Júdó Selfoss er með kennslu fyrir bæði kynin og alla aldurshópa. Krökkum er velkomið að koma og prófa frítt í tvær vikur. Æfingar fara fram í júdósalnum á móti sundlauginni. Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust.
Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á judoselfoss@gmail.com

Fjölskyldan á fjallið
Fjölskyldan á fjallið
Fjölskyldan á fjallið er nýtt verkefni í sveitarfélaginu Árborg sem unnið er í samvinnu við Heilsueflandi samfélag og ferðafélag barnanna. Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar, upplifa fallegu náttúruna okkar og skapa eftirminnilegar minningar saman.

Ferðafélag barnanna á Suðurlandi
Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2019 af Díönu Gestsdóttur í samstarfi við Ferðafélag Árnesinga og tilheyra bæði félögin undir Ferðafélag Íslands.
Marmkið ferðafélagsins er að hvetja börn og fjölskyldur til útivistar, upplifa okkar fallegu náttúru og skapa dýrmætar minningar saman.