
Kæru foreldrar/forráðamenn verðandi 1. bekkinga
Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á aðlögunarnámskeið verðandi 1. bekkinga.
Aðlögunarnámskeið hefst 8. ágúst og er hægt að velja eina eða tvær vikur.
Að okkar mati er mjög gott fyrir börnin að koma á aðlögunarnámskeið hjá okkur á frístundaheimilum Árborgar í lok sumars. Aðaláhersla námskeiðanna er að börnin kynnist umhverfi frístundaheimilisins, starfsfólki og hvert öðru og verði þ.a.l. öruggari þegar vetrarstarf skóla-og frístundar hefst.
Vetrarfrístund hefst 23. ágúst.
Við biðjum þá foreldra/forráðamenn sem hafa hugsað sér að nýta sér aðlögunarnámskeið og/eða vetrarfrístund að skrá þau sem fyrst svo hægt sé að skipulegga starfssemina sem best.
Hlökkum til að starfa með ykkur og börnunum ykkar 🙂
Bestu kveðjur
Starfsfólk frístundaheimilanna í Árborg