Bókasafn Árborgar Selfossi - Sumarlestur 2022

Submitted by dianag@arborg.is on Wed, 05/25/2022 - 11:59
Image
sumarlestur

Sumarlestur hefur verið haldinn í lok hvers skólaárs frá árinu 1993 í Bókasafni Árborgar Selfossi.

Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 3. – 5. bekk.

Krakkarnir koma á bókasafnið einu sinni í viku í 4 vikur þar sem börnin fá skemmtilega fræðslu og lestrarhvetjandi uppákomur.

Í hverri viku er dregið úr happdrætti þar sem börnin fá skemmtilega vinninga. Sumarlesturinn endar með miklu fjöri í ratleik þar sem krakkarnir leita að vísbendingum og leysa þrautir.

Markmið sumarlestrar er að viðhalda lestrarhæfni og kynna ævintýraheim bóka fyrir börnum.

Í sumar er þemað Tinni og aðrar teiknihetjur.

Sumarlesturinn hefst fimmtudaginn 9. júní kl. 13:00 og þá mæta allir sem ætla að taka þátt í sumarlestrinum en síðan er valin hópur fyrir eða eftir hádegi eftir því hvað hentar. Fyrri hópur er kl. 11 og seinni kl. 13.

Sumarlesturinn er alla fimmtudaga í júní frá og með 9. júní.

Skráning í sumarlestur er nauðsynleg, hægt er að skrá hérhttps://bit.ly/3PGXI7b . Einnig er hægt að skrá þátttakendur í afgreiðslu bókasafnsins. Skráningu lýkur 8. júní.

Allar nánari upplýsingar um sumarlesturinn er hægt að nálgast á http://bokasafn.arborg.is/

Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja Starfsfólk Bókasafns Árborgar Selfossi.

Staður