
Boðið er upp á borðtennisæfingar í íþróttahúsi Vallaskóla í vetur. Æft er þrisvar í viku en einnig hægt að stunda 1 eða 2 æfingar á viku. Skráning fer fram á selfoss.felog.is,einnig er hægt að senda beiðni um skráningu á stefan.sverrisson@gmail.com. Frjálst að prófa í tvær vikur án þess að skrá sig.
Borðtennis hentar vel fyrir alla aldurshópa og er tilvalið sport fyrir fjölskylduna til að stunda sameiginlega. Auðvelt er að spila borðtennis en það er krefjandi og heilmikil líkamsrækt fyrir lengra komna. Í hópunum eru bæði byrjendur og lengra komnir, en samt ekkert mál fyrir alla að spila á því leveli sem þeir vilja og geta.
Lánsspaðar eru í boði fyrir byrjendur og þá sem vilja prófa.
Þjálfari: Stefán Birnir Sverrisson
Tímasetningar:
mánudagar kl. 16:50 - 18:00
fimmtudagar kl. 16:20 - 17:30
laugardagar kl. 11:40 - 12:50
Tímabil
1. sept - 31. des 2021.
Gjaldið
kr. 19.000
Staðsetning
Íþróttahús Vallaskóla
Aldur 10 - 99 ára