Ferðafélag barnanna á Suðurlandi

Submitted by gunnars@arborg.is on Thu, 05/20/2021 - 14:19
Image
skemmtilegur ferðahópur fyrir börn og fjölskyldur

Ferðafélag barnanna á Suðurlandi

Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2019 af Díönu Gestsdóttur í samstarfi við Ferðafélag Árnesinga og tilheyra bæði félögin undir Ferðafélag Íslands.

Markmið ferðafélagsins er að hvetja börn og fjölskyldur til útivistar, upplifa okkar fallegu náttúru og skapa dýrmætar minningar saman.

Allar ferðir Ferðafélags barnanna, eru farnar á forsendum barna og sniðnar að þörfum þeirra. Það kostar ekkert að vera með nema góða skapið.

Miðað er við að börn frá 5 ára geti tekið þátt en að sjálfsögðu er það mjög persónubundið, en gott að hafa í huga að alltaf má stytta göngurnar og breyta plani að vild.

Umsjónarmaður og fararstjóri: Díana Gestsdóttir. Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband á FB síðu félagsins eða senda póst á dianag@arborg.is

Hlakka til að sjá ykkur í sumar

https://www.facebook.com/profile.php?id=100057830671768

Tölvupóstur
Annað
https://www.facebook.com/profile.php?id=100057830671768