Frístundaklúbburinn Kópurinn

Submitted by dianag@arborg.is on Mon, 11/08/2021 - 13:51
Image
z

Kópurinn er frístundaklúbbur ætlaður nemendum á sérnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Klúbburinn er staðsettur í vesturhluta Félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz og er opið alla virka daga frá kl 12:45 – 16:00. Opið er frá kl 8:00 – 16:00 í þrjár vikur í jólafríi og tvær vikur í maí.

Í Kópnum er notast við einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem unnið er með styrkleika hvers og eins og notendum mætt þar sem þeir eru staddir. Megináhersla er lögð á að skapa öruggt umhverfi þar sem ungmenni geta hisst og tekið þátt í öflugu frístundastarfi með það að markmiði að efla félagsþroska og félagsfærni.

Í Kópnum er unnið með áhugamál og styrkleika notenda og einnig starfsmanna. Það er margt í boði eins og til dæmis föndur, gott úrval af spilum, myndasögur, bækur, stúdíó, podcast, Playstation 5, Nintendo Switch og margt fleira. Til staðar er vinnuherbergi þar sem unnið er með skynörvun og fleira fyrir þá sem þurfa mikinn stuðning. Farið er útúr húsi í bíltúra, ferðir og annað reglulega. Það er skipulögð dagskrá þrisvar í viku og stundum oftar. Á þriðjudögum er spilaklúbbur, á fimmtudögum er fimmtudagsklúbbur sem er fjölbreyttur og skipulagður í samstarfi við notendur og á föstudögum er Dungeons & Dragons klúbbur sem er gríðarlega vinsæll.

Umsóknir fara í gegnum Völu en einnig er hægt að sækja um í gegnum tölvupóst og síma. Forstöðumaður er Alexander Freyr Olgeirsson. Netfang: alexander.freyr@arborg.is Sími: 480-1970 / 869-6565

Aldur
Staður
Símanúmer
4801970