Frístundaklúbburinn Kotið

Submitted by dianag@arborg.is on Mon, 11/01/2021 - 14:03
Image
kids

Frístundaklúbburinn Kotið er fyrir grunnskólanemendur í 5.—10. bekk í Árborg sem eru með fatlanir.

Markmið frístundaklúbbsins er að efla félagslegan þroska þátttakenda og stuðla að alhliða þroska og heilbrigði ásamt því að hafa góða samvinnu milli starfsfólks og foreldra. Einnig er lagt upp með að mæta þátttakendum á þeirra grundvelli og veita þeim þjónustu við hæfi.

Aðstaða frístundaklúbbsins er í Glaðheimum að Tryggvagötu 36 og er kölluð Kotið.

Í starfinu er unnið að því að auka félagsfærni, samvinnu og góð samskipti í hóp. Unnið er í skipulögðu starfi sem og frjálsum tíma þar sem þátttakendur fá að velja sér verkefni eftir eigin áhugasviði. Markmið starfsins er að auka samvinnu og gæði félagslegs starfs hjá krökkum með fötlun. Unnið er með þarfir einstaklingsins í huga og hvað honum hentar best í leik og starfi ásamt því að auka sjálfstæði, öryggi í hóp og ánægju af því að vera í félagsstarfi.

Frístundaklúbburinn er opinn alla virka daga frá 13:00 til 16:30 á veturnar og 07:45 til 16:30. Forstöðumaður er Eiríkur Sigmarsson, þroskaþjálfi, og er hægt að ná í hann í síma 4806363 eða í tölvupósti eirikurs@arborg.is. Skráning í frístundaklúbbinn fer fram í gegnum Völu á vef Árborgar.

Símanúmer
4806363
Tölvupóstur