
Flokkur 13–14 ára (fædd 2008–2009)
Æfingar 4x í viku í 1,5 – 2 klst í senn hjá 13-14 ára.
Meginmarkmið er tækni og styrktarþjálfun ásamt leikjum og þolæfingum.
Allir eru velkomnir á æfingar hvort sem þeir vilja keppa eða ekki. Stefnt á fjölda móta, m.a. Unglingalandsmót Íslands, Meistaramót Íslands 11–14 ára, Aldursflokkamót HSK 11–14 ára, ásamt fleiri smærri mótum.
Frjálsíþróttaæfingar verða í sumar með hefðbundnu sniði á glæsilegum frjálsíþróttavelli á Selfossi og í Selfosshöllinni.
Nánari upplýsingar um æfingartíma og æfingagjöld verða birt í lok maí á heimasíðu Ungmennafélags Selfoss, www.selfoss.net .
Æfingar hefjast mánudaginn 30.maí.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Anna Guðjónsdóttir yfirþjálfari í síma 892-7052 og á netfanginu frjalsar@umfs.is