
GOLFLEIKJANÁMSKEIÐ GOS 2023
ÆFINGAR – GOLFHERMAR - LEIKIR – GRILL - GÖNGUFERÐIR
Aldur: 6-12 ára.
Dagsetningar:
12 – 16. júní
26 – 30. Júní
10 – 14. Júlí
Námskeiðið er frá kl. 9:00 – 12:00
Mæting er í inniaðstöðu GOS ( Golfhermar ) Þátttakendur mæta þar í upphafi dags og aðstandendur sækja á sama stað í lok dags. Nemendur taka með sér létt nesti.
Gjaldið er 10.000 kr. vikan
Veittur er 20% systkinaafsláttur.
Þau sem eiga ekki kylfur geta fengið lánaðar kylfur á námskeiðinu.
Markmið golfleikjanámskeiðanna er að kynna golfíþróttina fyrir börnum og ýta undir áhuga þeirra á því að leggja stund á þessa göfugu íþrótt. Farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum í upphafshögg og eru leiðbeiningar gjarnan í formi ýmiskonar golfleikja. Einnig verður lögð áhersla á að kynna golfsiði og golfreglur fyrir nemendum. Forgangsatriði námskeiðanna er að þau séu skemmtileg, að börnin njóti sín og þrói jákvætt viðhorf til golfíþróttarinnar og komi til með að stunda hana ævilangt. Iðkenndur geta tekið fleiri en eitt námskeið, en einnig er hægt að stunda æfingar frá 6 ára aldri hjá GOS sem félagsmaður.
Námskeiðinu lýkur með pylsuveislu og afhendingu viðurkenningarskjals frá GOS.
Leiðbeinendur: Þjálfari námskeiðanna er Arnór Ingi Hlíðdal PGA Golfkennaranemi og aðrir leiðbeinendur námskeiðanna koma úr hópi afrekskylfinga GOS.
Skráning: Fer fram í gegnum Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/gosgolf
Nánari upplýsingar er hjá Hlyni Geir Hjartarsyni yfirþjálfara og framkvæmdarstjóra GOS á netfanginu hlynur@gosgolf.is