Golfleikjanámskeið sumar 2022

Submitted by dianag@arborg.is on Wed, 05/25/2022 - 09:18
Image
golf

GOLFLEIKJANÁMSKEIÐ GOS 2022

ÆFINGAR – LEIKIR – GRILL

Aldur: 5 – 14 ára. Á námskeiðunum verður nemendum skipt í tvo aldurshópa, 5 – 9 ára og 10 – 14 ára.

 

Dagsetningar: 13. – 16. júní (4 dagar) Kr. 8000

                          20. – 24. júní (5 dagar) Kr. 10.000

                          27. – 1. Júlí (5 dagar) Kr. 10.000

 

Námskeið er frá kl. 9.00 – 12.00

 

Veittur er 20% systkinaafsláttur. Einnig er veittur 20% afsláttur ef sótt eru fleiri en eitt námskeið. Þau sem eiga ekki kylfur geta fengið lánaðar kylfur á námskeiðinu.

Markmið golfleikjanámskeiðanna er að kynna golfíþróttina fyrir börnum og ýta undir áhuga þeirra á þvi að leggja stund á þessa göfugu íþrótt. Farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum í upphafshögg og eru leiðbeiningar gjarnan í formi ýmiskonar golfleikja. Einnig verður lögð áhersla á að kynna golfsiði og golfreglur fyrir nemendum. Mikilvægt er að á golfleikjanámskeiðum séu einnig fjölbreyttir leikir sem efla hreyfiþroska barnanna, s.s samhæfing, liðleiki og jafnvægi, en það eru mikilvægir þættir í hreyfingu golfsveiflunnar. Forgangsatriði námskeiðanna er að þau séu skemmtileg, að börnin njóti sín og þrói jákvætt viðhorf til golfíþróttarinnar og komi til með að stunda hana ævilangt. Iðkenndur geta tekið fleiri en eitt námskeið, en einnig er hægt að stunda æfingar frá 6 ára aldri hjá GOS sem félagsmaður. Nánari upplýsingar um æfingatöflur, verðskrá ofl. er að finna á heimasíðu GOS: www.gosgolf.is. Námskeiðinu lýkur með pylsuveislu og afhendingu viðurkenningarskjals frá GOS.

Aðstaða: Æfingasvæðið á Svarfhólsvelli (GOS), verður miðstöð fyrir barnanámskeiðin. Þátttakendur mæta þar í upphafi dags og aðstandendur sækja á sama stað í lok dags. Nemendur taka með sér létt nesti.

Leiðbeinendur: Aðalleiðbeinendur námskeiðanna eru Arnór Ingi Gíslason og Heiðrún Anna Hlynsdóttir aðrir leiðbeinendur námskeiðanna koma úr hópi afrekskylfinga GOS. Þess verður gætt eftir fremstu megni að hópar undir umsjón hvers leiðbeinanda verði ekki skipaðir fleiri en 6 börnum.

Skráning: Nánari upplýsingar og skráning er hjá Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttir þjálfara og skrifstofustjóra GOS í síma 615-4428 eða á netfanginu heidrun@gosgolf.is

Staður
Símanúmer
6154428
Tölvupóstur