Heilsuefling eldri borgara sumar 2022

Submitted by gunnars@arborg.is on Fri, 05/28/2021 - 08:32
Image
h

Í sumar gefst íbúum Árborgar 60 ára og eldri áfram kostur á að sækja heilsuræktarnámkeið sér að kostaðarlausu. Námkeiðið er haldið í samstarfi við Sveitafélagið Árborg og verkefnið Heilsueflanadi Samfélag, sem Árborg er þátttakandi í.

 

Markmið námskeiðsins er að viðhalda og efla heilsu fólks og gera einstaklingana sjálfbærari hvað varðar eigin heilsueflingu. Með því að huga vel að þessu aukum við tímann þar sem fólk getur sjálft sinnt athöfnum dagslegs lífs og eru betur í stakk búin að takast á við lífið. Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan og þarf að huga að öllum þessum þremur þáttum í heilsueflingu. Lögð verður áhersla á styrktarþjálfun á námskeiðinu sem er afar mikilvæg á þessum aldri til að bregðast við einkennum öldrunar á borð við vöðvarýrnun, beinþynningu o.fl.. Ásamt því verður þol, jafnvægi og lipurð þjálfuð. Einstaklingum verður mætt þar sem þeir eru staddir í líkamlegri getu og allir fá æfingar við hæfi. Líkamleg þjálfun léttir lundina og að æfa í hóp gerir mikið fyrir félagsleg tengsl. Æfingarnar fara fram í nýja fjölnota íþróttahúsinu við frjálsíþróttavöllinn á Selfossi á þriðjudögum og fimmtudögum.

 

Námskeiðið er eftirfarandi daga:

Þriðjudaga: 9:30 og 10:30

Fimmtudaga: 9:30 og 10:30

 

Námskeiðið er frítt og er aðgangur ótakmarkaður. 

 

Berglind Elíasdóttir íþróttakennari kennir námkeiðið en Berglind lauk M.Ed. prófi í íþrótta- og heilsufræðum með áherslu á þjálfun eldri aldurshópa 2016. Berglind vann meistaraverkefni sitt undir leiðsögn Dr. Janusar Guðlaugsonar sem er einn reynslumesti sérfræðingur í þessum fræðum hér á landi.

Staður