Hestaíþróttir Sleipnis

Submitted by dianag@arborg.is on Mon, 02/21/2022 - 12:45
Image
s

Í vetur mun Sleipnir starfrækja félagshesthús þar sem börnum og unglingum á aldrinum 12-16 ára býðst að stunda hestamennsku undir öruggri leiðsögn menntaðra reiðkennara frá Hólaskóla.

Mánaðargjaldið er 32.500 kr. og í því er innifalið öll reiðtygi, hestur og reiðkennsla og auðvitað aðgangur að frábæru æskulýðsstarfi Sleipnis. Vinsamlegast athugið að þátttakendur þurfa að koma með eigin hjálm.

Félagshesthúsið veitir þannig börnum og unglingum sem ekki hafa aðgang að hestum, tækifæri til þess að kynnast og stunda hestaíþróttir.

 

Kennd verða undirstöðu atriði í umhirðu hesta og reiðmennsku og er markmið námskeiðisins að nemendur öðlist færni og sjálfstæði til þess að geta haldið hesta í framtíðinni. Æfingar verða tvisvar sinnum í viku í frábærri aðstöðu.

 

Þá býðst sjálfstæðum unglingum sem eiga sinn eigin hest en vilja kynnast frábærum félagsskap, að leigja hesthúsapláss í félagshesthúsinu.

 

Allar nánari upplýsingar um félagshesthúsið veitir Linda Björgvinsdóttir, formaður æskulýðsnefndar Sleipnis. E-mail aeskulydsnefnd@sleipnir.is eða í síma 8989592

Staður
Símanúmer
8989592