
Knattspyrnusumarið 2022 verður mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Knattspyrnudeild Selfoss býður upp á fjölmörg flott sumarnámskeið fyrir áhugasama og fjöruga krakka. Allir sem koma á námskeið hjá deildinni geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem menn hafa æft lengi eða eru að byrja á sínum fyrstu æfingum. Þjálfarar námskeiðanna eru vel menntaðir og reyndir í þjálfun og kennslu. Skólastjórar knattspyrnuskólans er Gísli Rúnar Magnússon og Magnús Hilmar Viktorsson. Leikmenn meistaraflokka og efnilegir yngri leikmenn munu einnig leiðbeina á námskeiðunum.
Öll námskeiðin eru í tvær vikur, fyrir alla aldurshópa. Við brjótum upp dagana fyrir eldri aldurshópana með hjólaferð og dagsferð um um Selfoss þar sem farið er á alla litlu fótboltavellina á Selfossi og leikvelli á svæðinu sem og góðir gestir kíkja í heimsókn. Námskeiðinu lokum við með grillveislu og óvæntum uppákomum.
Námskeið 1
Dagsetningar: 13. júní – 24. júní
Fyrir börn fædd 2010 – 2015 (1. - 6. bekkur)
Verð á námskeiði 14.000kr
Skráning skraning@umfs.is
Námskeið 2
Dagsetningar: 27.júní – 8.júlí
Fyrir börn fædd 2010 – 2015 (1. - 6. bekkur)
Verð á námskeiði 14.000kr
Skráning skraning@umfs.is
Námskeið 3
Dagsetningar 18. júlí – 28. júlí
Fyrir börn fædd 2010 - 2015
Verð á námskeiði 14.000kr
Skráning skraning@umfs.is
Öll namskeiðin eru frá kl. 09:00 – 11:00 mánudaga til föstudaga
Önnur námskeið auglýst síðar
Frekari upplýsingar um námskeið deildarinnar eru á netfanginu skraning@umfs.is
Öll námskeiðin eru haldin á æfingasvæði deildarinnar við Engjaveg og er mikill metnaður lagður í hvert námskeið.
Öll námskeið knattspyrnudeildarinnar eru getu og aldursskipt og áhersla lögð á að einstaklingurinn njóti sín. Aðal áhersla er lögð á grunn og fíntækni með skipulögðum og vel upp settum æfingum með skemmtilegum leikjum og mikilli útiveru. Samvera og samstaða er stór þáttur á öllum námskeiðunum og er mikið lagt upp úr samvinnu og að krakkarnir virði hvort annað.
Allar aðrar upplýsingar um æfingatíma og þjálfara deildarinnar er að finna á selfoss.net/knattspyrna