Motocross sumarnámskeið 2022

Submitted by dianag@arborg.is on Wed, 05/25/2022 - 11:52
Image
motorcross

Það verður líf og fjör hjá okkur í sumar eins og undanfarin ár.

Æfingar hefjast í byrjun júní. Boðið verður upp á æfingar í tveimur hópum, fyrir yngri og óreyndari og svo hópur fyrir eldri.

Æfingarnar verða með aðeins öðru sniði í ár þ.e. við verðum með fleiri en einn þjálfara á hvoru námskeiði, við ætlum líka taka nokkrar sameiginlegar æfingar með yngri krakkana og eldri hóp hjá VÍK í Bolaöldu og kannski að fá að taka þátt í barnakeppnum hjá þeim ef áhugi er fyrir því.

 

Æfingar fyrir 65 cc og byrjendur í 85 cc verða á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 19:00 – 20:00.

Æfingardagar yngri með fyrirvara um veður:

 Júní: 1, 8, 13, 15, 20, 22, 27, 30

Júlí: 4, 6, 11, 13, 18, 20

Ágúst: 8, 10, 15, 17, 22, 24, 29

Æfingar fyrir 85 cc og stærri hjól verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19:00 – 21:00.

Eyþór Reynisson ásamt fleiri þjálfurum sjá um æfingar hjá eldri hóp.

Æfingardagar eldri með fyrirvara um veður:

Júní: 2, 7, 9, 14, 16, 21, 28

Júlí: 12, 14, 19, 21

Ágúst: 9, 11, 16, 18, 23, 25, 30

Æfingargjöld fyrir yngri hóp eru 10.000.kr á mánuði.

Æfingargjöld fyrir eldri er 15.000.kr á mánuði.

Skráningar fara fram í gegnum sportabler

Hvetjum fólk til að fylgjast með tilkynningum á Facebook síðu UMFS Motocross Selfoss og til að hafa samband við deildina ef eitthvað er.

Gleðilegt hjólasumar Aldur 10 - 11 ára 12 - 13 ára 14 - 15 ára 16 - 18 ára 6-7 ára 8-9 ára

Staður: Motocrossbrautin í Hrísmýri, Selfoss

Staður