
Myndlistarnámskeið fyrir 13-16 ára.
Á námskeiðinu er unnið með fjölbreyttar aðferðir í teikningu, málun, grafík og blandaðri tækni.
Lögð er áhersla á grunnatriði sjónlista í teikningu, myndbyggingu, litafræði og blandaðri tækni auk þrykk aðferða. Þátttakendur fá tækifæri á að dýpka þekkingu sína og færni í myndlist. Námskeiðið hentar öllum ungmennum á aldrinum 13-16 ára sem hafa áhuga á myndlist eða vilja prófa eitthvað nýtt.
Allt efni er innifalið.
Leiðbeinandi er Alda Rose Cartwright myndlistarmaður og listgreinakennari.
Verð: 30.000 kr (hægt er að nýta frístundarstyrkinn sem er 45þús kr. á hverju ári)
Tími: Þriðjudagar á milli kl: 16-18:30 (1.mars-5.apríl)
Staður: Myndlistarstofan í Vallaskóla, Selfossi.
Skráning og fyrirspurn er á aldarosec@gmail.com