SELFOSS-KARFA- Sumarnámskeið 2023

Submitted by Dagbjört on Tue, 04/25/2023 - 09:06
Image
Karfan

SELFOSS-KARFA heldur fjögur sumarnámskeið í körfuknattleik sumarið 2023. Námskeiðin eru fyrir öll börn sem fædd eru 2017-2010. Öll námskeið munu fara fram í íþróttahúsinu við Vallaskóla.

 

Í boði verða námskeið fyrir börn fædd 2017-2015 og eru  þau frá kl. 9:00-12:00. Áhersla er lögð á að læra körfubolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar. Öll námskeiðin hjá þessum hópi enda með óvæntum glaðningi.

 

Frítt er á eitt námskeið fyrir öll börn fædd 2017 en sú skráning þarf að koma í gegnum netfang eða síma.

 

Dagsetningar: 

Námskeið 1: 12.–16. júní  - Verð fyrir námskeið 5000 kr.

Námskeið 2: 19.-23. júní - Verð fyrir námskeið 5000 kr.

Námskeið 3: 26.-30. júní - Verð fyrir námskeið 5000 kr.

Námskeið 4: 14.-18. ágúst - Verð fyrir námskeið 5000 kr.

 

Einnig verða námskeið fyrir börn sem fædd eru 2014-2012 mánudaga til föstudaga frá kl. 9:00-12:00. Þessi námskeið eru sömu vikur og hjá yngri hópnum en hafa mismunandi áherslur eftir vikum.  Öll námskeiðin hjá þessum hópi enda með óvæntum glaðningi.

 

Dagsetningar: 

Námskeið 1: 13.–16. júní  / Varnarleikur og 1 á 1 - Verð fyrir námskeið 4500 kr.

Námskeið 2: 19.-23. júní / Boltatækni - Verð fyrir námskeið 5000 kr.

Námskeið 3: 26.-30. júní / Skottækni og skotleikir - Verð fyrir námskeið 5000 kr.

Námskeið 4: 14.-18. ágúst / Sóknarleikur og spil - Verð fyrir námskeið 5000 kr.

 

Arnar Logi Sveinsson þjálfari yngriflokka hjá SELFOSS-KARFA verður þjálfari og yfirumsjónamaður námskeiðanna.

 

Hægt verður að skrá í gegnum sportabler og á heimasíðunni: https://www.selfosskarfa.is/yngri-flokkar/skraning-idkenda/

 

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Arnari Loga í netfangið arnarsveinsson18@gmail.com eða í síma 865-5902.

Staður
Símanúmer
8655902