Selurinn

Submitted by dianag@arborg.is on Mon, 11/08/2021 - 13:59
Image
selurinn

Selurinn er fræðslu- og tómstundaklúbbur fyrir fatlaða einstaklinga á Suðurlandi.

Klúbburinn er staðsettur í Félagsmiðstöðinni Zelsíuz og er opið á mánudögum og fimmtudögum. Á mánudögum er opið frá kl 17:00 – 18:30. Starfið er aldursskipt á fimmtudögum og mætir eldri hópur kl 17:00 – 18:30 og 16-25 ára kl 19:00 – 20:30.

Notendum er mætt þar sem þeir eru staddir og er markmiðið að virkja þá til þátttöku í frístundum, efla félagsfærni og stuðla að valdeflingu og sjálfstæði.

Í Selnum er unnið með áhugamál og styrkleika notenda og einnig starfsmanna. Í hverjum mánuði er gerð dagskrá í samvinnu við notendur svo allir geta haft áhrif á starfið. Dæmi um dagskrá hjá Selnum er kareoke, Just Dance, föndur, eldamennska, bakstur, spil, heimsóknir og ferðir. Svo má nefna fasta árlega viðburði sem eru mjög vinsælir eins og Tónlist án landamæra, Jólahátíðin, Jeppaferð, Jólaball, Þorrablót, Árshátíð og margt fleira.

Umsóknir fara í gegnum tölvupóst og síma. Forstöðumaður er Alexander Freyr Olgeirsson. Netfang: alexander.freyr@arborg.is Sími: 480-1970 / 869-6565

Staður
Símanúmer
4801970