
Sumarið 2023 Frjálsar íþróttir
Frjálsíþróttaæfingar verða í sumar með hefðbundnu sniði á glæsilegum frjálsíþróttavelli á Selfossi og í Selfosshöllinni. Boðið verður upp á æfingar í flokkunum 8 ára og yngri, 9–10 ára, 11–12 ára, 13.-14 ára , 15 ára og eldri og fullorðinsæfingar Nánari upplýsingar um æfingartíma og æfingagjöld eru á heimasíðu Ungmennafélags Selfoss, www.selfoss.net . Æfingar hefjast miðvikudaginn 31.maí.Nánari upplýsingar veitir Sigríður Anna Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri i í síma 892-7052 og á netfanginu frjalsar@umfs.is
Flokkur 7 ára og yngri (fædd 2016-2018) Æfingar 2x í viku í klukkutíma í senn. Meginmarkmið er alhliða hreyfiþjálfun í leikjaformi. Nokkur minni mót þar sem allir fá jöfn tækifæri og allir eru sigurvegarar.
Flokkur 8–10 ára (fædd 2013–2015) Æfingar 3x í viku í klukkutíma í senn. Meginmarkmið er alhliða hreyfiþjálfun ásamt tækniþjálfun í öllum greinum. Nokkur minni mót þar sem allir fá jöfn tækifæri og allir eru sigurvegarar.
Flokkur 11-12 ára( fædd 2011-2012). Æfingar 3x í viku í 1-1,5 klst í senn. Meginmarkmið er tækni- og styrktarþjálfun ásamt leikjum og þolæfingum. Allir eru Velkomnir á æfingar hvort sem þeir vilja keppa eða ekki. Stefnt er á fjölda móta m.a. Unglingalandsmót Íslands, Meistaramót Íslands 11–14 ára, Aldursflokkamót HSK 11–14 ára, ásamt fleiri smærri mótum
Flokkur 13–14 ára (fædd 2009–2010) Æfingar 4x í viku í 1,5 – 2 klst í senn hjá 13-14 ára. Meginmarkmið er tækni og styrktarþjálfun ásamt leikjum og þolæfingum. Allir eru velkomnir á æfingar hvort sem þeir vilja keppa eða ekki. Stefnt á fjölda móta, m.a. Unglingalandsmót Íslands, Meistaramót Íslands 11–14 ára, Aldursflokkamót HSK 11–14 ára, ásamt fleiri smærri mótum.
Flokkur 15 ára og eldri (fædd 2008 og síðar) Æfingar 5x í viku í 1-2 klst. í senn. Allir eru velkomnir á æfingar hvort sem þeir vilja keppa eða ekki. Meginmarkmið er afreksþjálfun en allir fá fjölþætta alhliða þjálfun við hæfi hvers og eins. Stefnt á fjölda móta, m.a. Unglingalandsmót UMFÍ, Meistaramót Íslands, Bikarkeppni FRÍ, Héraðsmót og fullt af smærri mótum.
Fullorðinsfrjálsar – Æfingar 1x í viku í 90 mín. Meginmarkmið er að hafa gaman í góðum félagsskap og leika sér í tæknigreinum. Styrktarþjálfun er einnig hluti af þjálfuninni. Þeir sem vilja taka þátt í þeim mótum sem í boði eru.
Ítarlegri upplýsingar:
Hópur 1: Fædd 2016 – 2018
mánudaga kl. 16-17
miðvikudaga kl. 16-17
Æfingar fara fram á frjálsiþróttavellinum og hefjast miðvikudaginn 31.maí.
Þjálfari:
Hildur Helga Einarsdóttir, frjálsíþróttakona
sími: 868-1576
Skráning:
www.sportabler.com/shop/umfs Verð: 14.000 kr
Hópur 2: Fædd 2013 – 2015
mánudaga kl. 16-17
miðvikudaga kl. 16-17
fimmtudaga kl 16-17
Æfingar fara fram á frjálsiþróttavellinum og hefjast miðvikudaginn 31.maí.
Þjálfari:
Hildur Helga Einarsdóttir, frjálsíþróttakona
sími: 868-1576
Skráning:
www.sportabler.com/shop/umfs Verð: 17.500 kr
Hópur 3: Fædd 2011 – 2012
mánudaga kl. 17-18:30
miðvikudaga kl. 17-18:30
fimmtudaga kl 16-17
Æfingar fara fram á frjálsiþróttavellinum og hefjast miðvikudaginn 31.maí.
Þjálfari:
Þuríður Ingvarsdóttir, kennari
sími: 699-8186
Skráning:
www.sportabler.com/shop/umfs Verð: 20.000 kr
Hópur 4: Fædd 2009 – 2010
mánudaga kl. 17-18:30
Þriðjudaga kl 17-18:30
miðvikudaga kl. 17-19
fimmtudaga kl 17-18 (Lyftingar)
Æfingar fara fram á frjálsiþróttavellinum og hefjast miðvikudaginn 31.maí.
Þjálfari:
Þuríður Ingvarsdóttir, kennari
sími: 699-8186
Skráning:
www.sportabler.com/shop/umfs Verð: 25.000 kr
Hópur 5: Fædd 2008 og eldri
mánudaga kl. 18-20
Þriðjudaga kl 18-20
miðvikudaga kl. 18-20
fimmtudaga kl 18-20 (lyftingar)
föstudaga kl 17-18
Æfingar fara fram á frjálsiþróttavellinum og hefjast miðvikudaginn 31.maí.
Þjálfarar:
Rúnar Hjálmarsson yfirþjálfari
sími: 848-1947
Ólafur Guðmundsson íþróttafræðingur
Sími: 867-7755
Skráning:
www.sportabler.com/shop/umfs Verð: 28.500 kr