Sumarfrístund 2023

Submitted by Dagbjört on Tue, 05/02/2023 - 10:04
Image
sumarfrístund

Sumarfrístund 2023 | Skráning

16. mars 2023

Opnað hefur verið fyrir skráningu í sumarfrístund sumarið 2023. Sumarfrístund hefst mánudaginn 12. júní og er til 14. júlí.

Þann 14. ágúst opnum við á ný eftir sumarlokun og stendur þá til boða sex daga námskeið, annars vegar sumarfrístund og hins vegar aðlögunarnámskeið, sem líkur þriðjudaginn 22. ágúst.

Í sumarfrístund er boðið upp á fjölbreytt starf þar sem mikil áhersla er lögð á útiveru

Í hverri viku er unnið eftir ákveðnu þema eins og listsköpun, náttúru og hreyfingu. Einnig er farið í ýmsar ferðir, sund, hjólatúra, heimsóknir á ólíkar stofnanir og nærumhverfið skoðað.

Fyrstu þrjár vikurnar verða hýstar á hverju frístundaheimili fyrir sig, þ.e. Bifröst, Bjarkarbóli, Hólum og Stjörnusteinum til og með 30. júní.

Að þessum vikum loknum verður sumarfrístund sameinuð í Bjarkarbóli í vikunum 3. - 14. júlí annars vegar og 14. - 22. ágúst hins vegar. Vikuna 14. - 22. ágúst verða Stjörnusteinar með opið á sinni starfstöð á Stokkseyri. Aðlögunarnámskeið barna verða starfrækt á frístundaheimili við þann skóla sem barnið mun hefja skólagöngu.

Í sumarfrístund er ekki boðið upp á hádegismat eða kaffi og þurfa þátttakendur því að koma með eigið nesti. Einstaka skipti verður þó boðið upp á grillveislu og munu foreldrar og forráðamenn fá upplýsingar um það með fyrirvara.

Sumarfrístund verður opin frá kl. 09:00 - 16:15 mánudaga til fimmtudaga og kl. 09:00 - 14:00 á föstudögum en hægt er að greiða fyrir viðbótarstund frá kl. 08:00 - 9:00.

Á föstudögum lokar kl. 14:00 vegna styttingar vinnuvikunnar og starfsmannafunda.

Bent er á að í reglum um frístundaheimili Árborgar er mælst til þess að börn taki fjögurra vikna samfleytt sumarfrí, af þessum sökum hefur verið ákveðið að lokað verði í sumarfrístund frá 17. júlí til og með 11. ágúst.

Fyrirkomulagið er þannig að þátttakendur skrá sig fyrir hverja viku. Það er einungis hægt að skrá á 5 daga námskeið með vistun allan daginn, þ.e.a.s. ekki er hægt að skrá sig hálfan daginn.

Skráning/afskráning á námskeið lýkur kl. 12:00 á fimmtudegi í vikunni áður en námskeið hefst. Skráning er bindandi.

Viðbótarstund kostar 2.200 kr.
5 daga námskeið kostar 11.000 kr.

Sótt er um í gegnum Völu


Fyrir frekari upplýsingar um sameiginlegar vikur í sumarfrístund er hægt að hafa samband við forstöðukonur frístundaheimilanna

Fyrir frekari upplýsingar um námskeið sumarfrístundar og aðlögunarvikuna er hægt að hafa beint samband við forstöðukonur frístundaheimilanna:

Tölvupóstur