Sumarleikur fjölskyldunnar 2022

Submitted by dianag@arborg.is on Fri, 06/03/2022 - 12:38
Image
sumar2022

Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Heilsueflandi samfélag ætlar að endurtaka leikinn sumarævintýri fjölskyldunnar frá því sumarið 2021 sem heppnaðist vel og var mjög vel sóttur

Um er að ræða sex staði í sveitarfélaginu þar sem búið er að setja sérstaka póstkassa sem þarf að ganga að og merkja í gestabókina.

Staðirnir eru við GrýlupottanaHellisskógHallskot og fuglafriðlandiðIngólfsfjall, fjaran við Knarrarósvita og Silfurbergið en nánari skýringar má finna hér að neðan.

Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar í fallegu náttúrunni okkar, kynnast nærumhverfi sínu betur, uppgötva staði sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða, skapa samverutíma saman og eignast skemmtilegar minningar saman.

Verkefnið er sett upp af Díönu Gestsdóttur, lýðheilsu- og forvarnarfulltrúa a hjá Sveitarfélaginu Árborg en hún sér um verkefni tengd heilsueflandi samfélagi fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu.

Vinningar í boði frá veitingastöðum í sveitarfélaginu, til dæmis Kaffi krús, Skyrlandi og Miðbænum. Til að komast í vinningspottinn þarf að kvitta í fjórar bækur af þeim sex sem í boði eru.

Hvetjum við alla til að reima á sig skóna og kíkja í nokkra póstkassa.

 

Nánari lýsing á leiðum er að finna hér

https://www.arborg.is/vidburdadagatal/sumarleikur-fjolskyldunnar-i-arborg-finna-postkassann-2022?fbclid=IwAR3ned1KqhCF1zPUwDlCZBq9imwcJY_eMBe8odOIbPrIaw350NVw8RQhLe4

Tölvupóstur