Sumarlestur 2023- Bókasafn Árborgar Selfossi

Submitted by Dagbjört on Tue, 05/02/2023 - 10:07

Bókasafn Árborgar Selfossi

Sumarlestur 2023

7. júní – 28. júní

Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 3. – 5. bekk.

Krakkarnir koma á bókasafnið einu sinni í viku í 4 vikur þar sem börnin fá skemmtilega fræðslu og lestrarhvetjandi uppákomur. Í hverri viku er dregið úr happdrætti þar sem börnin fá skemmtilega vinninga.

 

Sumarlestur hófst árið 1993 og bókasafnið fagnar því 30. ára afmæli Sumarlestursins í ár. Þar af leiðandi verður haldið sérstaklega hátíðlega upp á Sumarlesturinn í ár með sama þemað og var notað í allra fyrsta Sumarlestrinum: Hafið. Við fáum gesti, spilum leiki og fyrst og fremst verður stuðlað að því að viðhalda lestrarhæfni og kynna ævintýraheim bóka fyrir börnunum.

Sumarlestur er alla miðvikudaga í júní kl. 13:00 frá og með 7. júní.

 

Skráning í Sumarlestur er nauðsynleg og hægt er að nálgast hana hér: https://shorturl.at/uBFIU . Einnig er hægt að skrá þátttakendur í afgreiðslu bókasafnsins. Skráningu lýkur 6. júní.

Allar nánari upplýsingar um Sumarlesturinn er hægt að nálgast á http://bokasafn.arborg.is/

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja

Starfsfólk Bókasafns Árborgar Selfossi.