Sumarnámskeið GobbiGobb

Submitted by dianag@arborg.is on Mon, 05/30/2022 - 08:55
Image
hestar

Í sumar verður GobbiGobb aftur með námskeið á Baugsstöðum fyrir káta krakka á aldrinum 5 - 13 ára.

Tvennskonar námskeið verða í boði; sveitanámskeið fyrir krakka 6-13 ára og pollanámskeið fyrir 5-7 ára. 


Hestar skipa stóran sess í lífinu á bænum og við munum vinna mikið með þá, það þarf að gefa þeim, kemba þeim og greiða, og þeir sem vilja mega fara á bak. Fjaran er líka stór partur af námskeiðinu og það er mjög vinsælt að fara niður í fjöru að veiða hornsíli eða vaða. Auk þess þá förum við í allskonar leiki og gerum eitt og annað skemmtilegt. Í lok námskeiðsins förum við í ratleik og grillum sykurpúða.

Á hvert námskeið komast aðeins 10 krakkar.

 

Námskeiðin eru frá mánudegi til föstudags, frá kl. 9:00-12:00, eða 13:00-16:00.

Verð 17.800 kr.

 

Hægt er að nýta frístundastyrk Árborgar fyrir þetta námskeið. 

Umsjónarmaður námskeiðanna er Sjöfn Þórarinsdóttir, tómstundafræðingur.

 

Skráning og nánari upplýsingar er að finna inni á gobbigobb.is/namskeid

Staður
Tölvupóstur