
Sunnudagaskóli Selfosskirkju
Sunnudagaskóli Selfosskirkju er alla sunnudaga klukkan 11 í safnaðarheimili kirkjunnar.
Í sunnudagaskólanum er mikið sungið af hressum lögum, við sprellum, kynnumst og förum í leiki. Starfið miðar að yngri börnum en börn á öllum aldri eru velkomin í sunnudagaskólann.
Umsjón með barnastarfi Selfosskirkju hefur Sjöfn Þórarinsdóttir. Hún er menntaður tómstundafræðingur og sleit sjálf barnaskónum í barnastarfi kirkjunnar.
Áherslan í barnastarfi kirkjunnar er að hafa starfið skemmtilegt, fræðandi og að það efli krakkanna. Jafnframt er lagt upp með að mæta börnunum þar sem þau eru og leyfa þeim að njóta sín.
Það eru öll börn velkomin í barnastarf Selfosskirkju.
Staður: Selfoss
Tölvupóstur: sjofn@selfosskirkja.is
Vefsíða: www.selfosskirkja.is