
Tónastund er leikjanámskeið fyrir 6-10 ára áhugasama krakka í tónlistarnámi. Farið verður í leiki, sungið saman og spilað saman. Við kynnumst mismunandi tónlist og höfum gaman að því að spila og gera tónlist saman.
Námskeiðið verður dagana 27. júní til 1. júlí kl. 9-12 í sal Tónlistarskóla Árnessinga á Selfossi. Verð kr. 10.000 á barn. Gott er að hafa með nesti.
Að námskeiðinu standa Elísabet Anna og Katrín Birna, tónlistarnemendur á háskólastigi.
Endilega sendið fyrirspurn á tonastund@gmail.com eða hringið í síma 612-4156 (Elísabet) ef spurningar vakna! Skráning fer fram í gegnum skráningarform sem finna má á facebooksíðu Tónastundar, https://www.facebook.com/T%C3%B3nastund-107197218644767/about/?ref=page_internal.