
Dagana 7-16 júní 2022 verður árlegt vornámskeið Sunddeildar umf.Selfoss haldið í gömlu innilauginni í Sundhöll Selfoss.
Kennt verður fyrir hádegi virka daga í alls 8 skipti í 45 mínútur í senn.
Námskeiðið er fyrir börn fædd 2016 og 2017 en eldri börn eru velkomin.
Fyrsti hópur byrjar kl 8:00. Kennari raðar í hópana og lætur vita í hvaða hópi barnið verður áður en námskeiðið hefst.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á vatnsaðlögun og lagður grunnur að sundkennslu.
Barnið kemur ofaní laugina án foreldris (nema ástæða sé til annars) en foreldri fylgir barninu í gegnum búningsklefann fyrir tímann og má svo fylgjast með frá bakkanum ef vill.
Þegar tímanum lýkur tekur foreldri við barninu við laugina og fylgir því í gegnum búningsklefann.
Skráning er hafin á guggahb@simnet.is eða í s-848-1626.
Námskeiðsgjaldið er 19.000kr en ef það eru systkini þá fær barn nr 2 afslátt og greiðir 16.000kr. Senda svo kvittun með nafni barns á guggahb@simnet.is
Þeir sem vilja nýta frístundastyrk Árborgar til greiðslu námskeiðsgjalds þurfa að láta vita af því við skráningu!
Best er að fá skráningar ekki seinna en 3..júní.
!!SENDA ÞARF FULLT NAFN BARNS OG KENNITÖLU, FULLT NAFN FORELDRIS, GSM NÚMER OG TÖLVUPÓSTFANG.
Þeir sem eru búsettir í Árborg geta nýtt frístundastyrkinn til að greiða námskeiðið með. En þá þarf að láta vita af því við skráningu.
Kennari á námskeiðunum er Guðbjörg H. Bjarnadóttir íþróttakennari og sundþjálfari en hún hefur kennt á þessum námskeiðum í fjölmörg ár:)