Velkominn á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar. Hér er að finna upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu ásamt möguleikum til útivistar og afþreyingar. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs eftir aldurshópum og helstu þéttbýliskjörnum.
Eldri borgarar

Fjölskyldan á fjallið
Fjölskyldan á fjallið
Fjölskyldan á fjallið er nýtt verkefni í sveitarfélaginu Árborg sem unnið er í samvinnu við Heilsueflandi samfélag og ferðafélag barnanna. Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar, upplifa fallegu náttúruna okkar og skapa eftirminnilegar minningar saman.