Stokkseyri

Sumarsmiðjur Zelsiuz

Sumarsmiðjur Zelsiuz 2023

Félagsmiðstöðin Zelsíuz stendur fyrir sumarsmiðjum fyrir börn fædd 2010-2012 (5.-7. bekkur). Sumarsmiðjurnar hefjast mánudaginn 12. júní og eru til 14. júlí í húsnæði Sunnulækjarskóla. Boðið verður uppá fjölbreyttar smiðjur eins og skartgripagerð, matreiðslugerð, ævintýraferðir, ýmsar leikjasmiðjur og margt fleira.
sumarfrístund

Sumarfrístund 2023

Sumarfrístund 2023 | Skráning

16. mars 2023

kayak

Kayaknámskeið UMF Stokkseyrar

Fyrir börn fædd 2007-2014 Námskeiðið er kjörin leið til að kynnast kayaksportinu og prófa nýtt og spennandi áhugamál. Kennd eru helstu grunnatriði til að stjórna Kayak og öryggisatriði. 
Leikjanámskeið stokkseyri

Leikjanámskeið Stokkseyri - sumar 2023

Leikjanámskeið á Stokkseyri fyrir börn fædd 2012-2018. Inni og útileikir, fjöruferðir og margt skemmtilegt!
Gobbigobb

Sveitanámskeið GobbiGobb

Sveitanámskeið GobbiGobb er fyrir krakka á aldrinum 6- 14 ára. Á námskeiðinu er margt skemmtilegt brallað. Við njótum alls þess besta sem sveitin hefur upp á að bjóða. Á hverjum degi vinnum við eitthvað með hesta. Auk þess förum við niður í fjöru, vöðum og veiðum hornsíli, kynnumst litlum sætum hænuungum og förum í allskonar skemmtilega leiki. Síðasta daginn förum við í ratleik og grillum sykurpúða.
sts

Stjörnusteinar Frístundaheimili

Frístundaheimili fyrir börn á Stokkseyri og Eyrarbakka
kids

Frístundaklúbburinn Kotið

Frístundaklúbburinn Kotið er fyrir grunnskólanemendur í 5.—10. bekk í Árborg sem eru með fatlanir.

z

Zelsíuz 5-10.bekkur

Félagsmiðstöðin Zelsíuz er félagsmiðstöð fyrir ungmenni úr 5.-10.bekk búsett í sveitafélaginu Árborg.
es

Fjölskyldan á fjallið

Fjölskyldan á fjallið Fjölskyldan á fjallið er nýtt verkefni í sveitarfélaginu Árborg sem unnið er í samvinnu við Heilsueflandi samfélag og ferðafélag barnanna. Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar, upplifa fallegu náttúruna okkar og skapa eftirminnilegar minningar saman. 
skemmtilegur ferðahópur fyrir börn og fjölskyldur

Ferðafélag barnanna á Suðurlandi

Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2019 af Díönu Gestsdóttur í samstarfi við Ferðafélag Árnesinga og tilheyra bæði félögin undir Ferðafélag Íslands. Marmkið ferðafélagsins er að hvetja börn og fjölskyldur til útivistar, upplifa okkar fallegu náttúru og skapa dýrmætar minningar saman.